Handbolti

Minnkandi áhugi á Meistaradeildinni í handbolta

Hamburg fagnar sigri í keppninni í fyrra.
Hamburg fagnar sigri í keppninni í fyrra. vísir/getty
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, skoðar nú breytingar á Meistaradeildinni í kjölfar þess að aðsókn á leiki hefur hrunið.

480.711 þúsund sáu leikina í riðlakeppninni í fyrra. Það gera yfir 4.000 áhorfendur á leik. Í ár mættu aðeins 441.492 þúsund sem þýðir að 3.679 mættu að meðaltali á leik.

Formið á riðlakeppninni er þannig að fjögur lið af sex komast í sextán liða úrslit. Það liggur því venjulega fyrir frekar snemma hvaða lið komast áfram og spennan lítil í lokaumferðunum.

Steininn tók úr þegar fleiri mættu á leik Hamburg gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni en mættu á leik Hamburg gegn ungverska stórliðinu Veszprém.

Þannig er staðan hjá þýsku liðunum. Mun fleiri mæta á deildarleiki en á leiki liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Þýsku liðin eru því ekki áberandi á listanum yfir áhorfendur í riðlakeppninni í ár. Nema Kiel sem trónir á toppnum. Þar mætir fólk alltaf.

Mæting á leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2013-14

Lið - áhorfendur að meðaltali.

Kiel - 8.580

RK Zagreb - 7.161

Metalurg Skopje - 6.670

Vardar Skopje - 6.557

Dinamo Minsk - 5.734

Veszprém - 4.991

Wisla Plock - 4.973

Kielce - 4.080

Aalborg - 3.931

KIF Kopenhagen - 3.500

Flensburg - 3.456

Hamburg - 3.448

Celje - 3.124

RN Löwen - 2.899




Fleiri fréttir

Sjá meira


×