Handbolti

Ólafur heldur í vonina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/Vilhelm
Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Kristianstad vann þá nauman sigur á Hammarby, 26-25, en staðan í hálfleik var jöfn, 13-13. Það var jafnt á nánast öllum tölum í kvöld en Kristianstad komst tveimur mörkum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og hékk á forystunni allt til loka.

Alingsås vann á sama tíma öruggan sigur á Malmö, 28-18, og er í öðru sæti deildarinnar með 46 stig, einu á eftir Íslendingaliðinu Guif. Kristianstad er í þriðja sætinu með 45 stig en á leik til góða.

Kristianstad mætir Sävehof í næstu viku og kemst upp að hlið Guif á toppnum með sigri. Það eru því allar líkur á að baráttan um deildarmeistaratitilinn muni ráðast í lokaumferðinni þann 8. apríl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×