Viðskipti erlent

Google kynnir nýtt snjallúr

Baldvin Þormóðsson skrifar
Úrið veitir notanda þess rauntímaupplýsingar.
Úrið veitir notanda þess rauntímaupplýsingar. mynd/skjáskot
Stórfyrirtækið Google hefur kynnt til leiks nýja línu snjalltækja sem ber nafnið Android Wear. Í línunni er að finna snjalltæki sem hægt er að bera á líkamanum.

Fyrsta tækið í línunni er snjallúr en hugmyndin á bakvið úrið er að veita notanda þess rauntímaupplýsingar á þeim tíma sem hann þarfnast þeirra. Til slíkra upplýsinga teljast til dæmis textaskilaboð, veðurupplýsingar eða jafnvel stysta leið á áfangastað notandans.

Í tilkynningu Google kemur einnig fram að línan verði unnin í samstarfi við önnur tæknifyrirtæki á borð við Asus, HTC, LG, Motorola og Samsung. Hönnun úrsins verður unnin í samstarfi við tískurisann Fossil.

Hér að neðan má sjá nýja auglýsingu fyrir snjalltækin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×