Körfubolti

ÍR-ingar með fjórða besta árangurinn í seinni umferðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Orri Sigurðarson var með þrennu í lokaleik ÍR-inga á tímabilinu.
Matthías Orri Sigurðarson var með þrennu í lokaleik ÍR-inga á tímabilinu. Vísir/Daníel
ÍR-ingar komust ekki í úrslitakeppni Dominos-deildar karla þrátt fyrir frábæra frammistöðu liðsins eftir áramót og þá staðreynd að aðeins þrjú félög í deildinni hafa unnið fleiri deildarleiki á árinu 2014.  

ÍR vann tíu stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í Hertz hellinum í Seljaskóli í gær, 95-85, og vann þar með sjö af ellefu leikjum sínum í seinni umferðinni.

ÍR-liðið situr eftir með jafnmörg stig og Snæfell en lakari útkomu út úr innbyrðisleikjum liðanna. Snæfell vann báða leikina við ÍR í vetur og varð ennfremur aðeins eitt af fjórum liðum sem tókst að vinna ÍR eftir áramót. Hin voru KR (2 stiga sigur), Njarðvík og Keflavík (3 stiga sigur eftir tvær framlengingar).

Grindavík og KR voru með besta árangur í seinni umferðinni (10 sigra í 11 leikjum) en Grindavík vann innbyrðisleik liðanna. Keflavíkurliðið vann síðan einum leik meira en ÍR og Njarðvík.

Nigel Moore náði sama árangri með Njarðvík fyrir áramót (7 sigrar og 4 töp) og með ÍR eftir áramót en ÍR-liðið vann aðeins 2 af 11 leikjum sínum fyrir komu hans.

Besti árangurinn í seinni umferðinni:

Grindavík 10-1

KR 10-1

Keflavík 8-3

ÍR 7-4

Njarðvík 7-4

Þór Þorl. 5-6

Haukar 5-6

Stjarnan 4-7

Snæfell 4-7

Skallagrímur 4-7

Valur 1-10

KFÍ 1-10




Fleiri fréttir

Sjá meira


×