Handbolti

Snorri Steinn er kviðslitinn

Snorri Steinn Guðjónsson,
Snorri Steinn Guðjónsson, vísir/vilhelm
Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson mun ekkert getað spilað með GOG í úrslitakeppninni í Danmörku vegna meiðsla.

Snorri er kviðslitinn og verður frá í fjórar til átta vikur samkvæmt heimildum Vísis. Hann þarf að fara í aðgerð og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort hann fari í aðgerðina í Danmörku eða á Íslandi.

Þetta er mikið áfall fyrir GOG enda hefur Snorri leikið afar vel með félaginu í vetur. Hann hefur þar af leiðandi væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir félagið enda á förum í sumar.

Snorri Steinn hefur verið meira og minna meiddur eftir EM í janúar og kviðslitið virðist hafa átt sér langan aðdraganda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×