Handbolti

Kristianstad tapaði óvænt á heimavelli - Guif vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/Daníel
Lærisveinar Kristjáns Andréssonar eru komnir með tveggja stiga forskot á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir úrslitkvöldsins. Eskilstuna Guif vann sinn leik á sama tíma og Kristianstad tapaði á heimavelli þrátt fyrir stórleik íslenska landsliðsmannsins Ólafs Guðmundssonar.

Eskilstuna Guif er eitt á toppi deildarinnar og með tveimur stigum meira en Kristianstad eftir að liðið vann eins marks heimasigur á Hammarby 29-28.

Guif-liðið lenti mest fjórum mörkum undir í fyrri hálfeik en Hammarby var 17-16 yfir í hálfleik.

Helge Freiman skoraði sigurmarkið 31 sekúndu fyrir leikslok en Guif-liðið skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum. Þetta var áttundi deildarsigur Eskilstuna Guif í röð.

Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad töpuðu óvænt 31-32 á heimavelli á móti Drott frá Halmstad sem er eitt af neðstu liðunum í deildinni. Ólafur átti flottan leik og skoraði 9 mörk úr aðeins 13 skot en það dugði ekki til.

Kristianstad var 31-30 yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir en leikmenn Drott skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Kristianstad fékk síðustu sókn leiksins en tókst ekki að jafna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×