Handbolti

Snorri Steinn samdi við Sélestat

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Sélestat
Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson mun spila í frönsku úrvalsdeildinni frá og með næsta tímabili. Hann hefur gert tveggja ára samning við Sélestat þar í landi.

Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins en hann hefur undanfarin ár leikið með GOG í Danmörku. Hann á þó við meiðsli að stríða þessa dagana en hann var greindur með kviðslit fyrr í þessum mánuði.

Snorri sagðist í samtali við Morgunblaðið í dag hafa verið að leita að nýrri áskorun en hann stefni að því að spila áfram með íslenska landsliðinu.

„ÓL í Ríó er gulrótin sem ég horfi til,“ sagði Snorri Steinn sem ætlar að leggja sitt af mörkum svo að liðið komist þangað.

Snorri Steinn sagðist einnig vonast til að geta spilað með GOG síðar í vikunni og þá með íslenska landlsiðinu gegn Austurríki í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×