Handbolti

Gunnar Steinn og félagar í Nantes í góðri stöðu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gunnar Steinn er lykilmaður í öflugu liði
Gunnar Steinn er lykilmaður í öflugu liði vísir/daníel
Nantes skellti Pick Szeged í EHF-bikarnum í handbolta í dag í Frakklandi 31-23. Nantes er því á toppi C-riðils þegar ein umferð er eftir,  komið í átta liða úrslit.

Bæði lið voru komin í átta liða úrslit þegar flautað var til leiks í dag en Pick Szeged vann fyrri leik liðanna í riðlinum með einu marki. Nantes er því komið í efsta sætið og sigri liðið Tatran Presov í Slóvakíu í lokaleiknum vinnur liðið riðilinn og fær því lið sem hafnar í öðru sæti í átta liða úrslitum.

Nantes var sterkari aðilinn allan leikinn og var 15-10 yfir í hálfleik. Gunnar Steinn Jónsson skoraði eitt mark í leiknum en Nicolas Claire og Nicoals Tournat skoruðu sex mörk hvor og Alberto Entrerrios 5.

Svíinn Jonas Källman skoraði sex mörk fyrir ungverska liðið og Zsolt Balogh 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×