Handbolti

Fyrsta tap Arons kom í Makedóníu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
HC Metalurg frá Makedóníu lagði KIF Kolding frá Danmörku 23-17 í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þetta var fyrsta tap Kolding undir stjórn Arons Kristjánssonar en liðið hafði unnið ellefu fyrstu leiki hans með liðið.

Seinni leikur liðanna verður í Danmörku um næstu helgi en bæði lið fengu tækifæri til að skora á síðustu mínútunni, Metalurg til að koma sér í enn betri stöðu og Kolding til að minnka muninn í fimm mörk.

Danska liðið getur unnið upp sex marka forystu Metalurg en ljóst er að við ramman reip er að draga og Kolding þarf að eiga algjöran stórleik til að snúa einvíginu sér í vil í seinni leiknum.

Kolding réð ekkert við Slóvenan Renato Vugrinec sem skoraði 13 mörk í leiknum. Torsten Laen skoraði 5 mörk fyrir Kolding.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×