Viðskipti erlent

Hægt verður að hlaða farsíma á 30 sekúndum árið 2016

Ingvar Haraldsson skrifar
Farsímatækninni fleygir fram.
Farsímatækninni fleygir fram. MYND/AFP
Það kannast allir við það farsíminn verði batteríslaus þegar mest á reynir. Þetta vandamál ætti að verða úr sögunni ef hugmyndir vísindamanna hjá hátæknifyrirtækinu StoreDot í Ísrael verða að veruleika.

Fulltrúar fyrirtækisins lofa að hægt verði að hlaða farsíma á 30 sekúndum með notkun lífrænna örkristalla. Þeir hafa þegar sýnt fram á að það sé mögulegt líkt og sjá má á myndbandinu hér að neðan. Þar hlaða þeir Samsung Galaxy S3 farsíma á 30 sekúndum.

Tæknin á þó enn nokkuð í land. Tækið er nú á stærð við hleðslutæki fyrir fartölvu. Stefnt er að því að minnka það veruleg áður en það fer í almenna dreifingu seint á árinu 2016.

Hleðslutækið mun kosta tvöfalt á við hefðbundið hleðslutæki en skila margföldum afköstum. Þessi nýja tæki mun því létta líf marga þegar þar að kemur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×