Landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist eftir uppfærslu hjá hagstofu landsins Ingvar Haraldsson skrifar 7. apríl 2014 13:07 Þessi ungi maður er nú orðinn hluti af stærsta hagkerfi Afríku Mynd/AP Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mæld landsframleiðsla Nígeríu tvöfaldaðist í fyrra eftir að hagstofa landsins uppfærði hagtölur sínar í fyrsta skipti síðan 1990. Hagstofa Nígeríu bætti við atvinnugreinum á borð við fjarskiptum, upplýsingatækni, tónlist, flugfélögum, internetverslun og Nollywood, stærsta kvikmyndageira Afríku. Eftir uppfærsluna hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Fyrir uppfærsluna var mæld landsframleiðsla Nígeríu 28.514 milljarðar króna árið 2012 en eftir uppfærsluna 54.131 milljarða króna árið 2103. Landsframleiðsla Suður-Afríku er 39.977 milljarðar króna. Þó er landsframleiðsla á mann enn mun lægri í Nígeríu en í Suður-Afríku. Það stafar af því í Nígeríu búa 174 milljónir en í Suður-Afríku búa 48 milljónir. Landsframleiðsla á mann í Nígeríu er 304 þúsund krónur en 830 þúsund krónur í Suður-Afríku. Til samanburðar er landsframleiðsla Íslands á mann 5,5 milljónir króna. Þetta þýðir að lífskjör eru almennt mun betri í Suður-Afríku en í Nígeríu. Þessar fréttir munu lækka útreikninga á hagvexti Nígeríu sem talin var vera um 7% undanfarin ár. Skuldahlutfall ríkisins mun einnig lækka og gera ríkinu kleift að fá lán á betri vöxtum en áður. Ekki eru allir jafn ánægðir með þessi tíðindi. Nígeríski fjármálagreinandinn Bismarck Rewane segir að þetta breyti engu fyrir hinn almenna íbúa Nígeríu. Þessar tölur hvorki klæði né fæði nokkurn íbúa. Annar heimamaður sagði: „Nú hefur Nígería tekið fram úr Suður-Afríku sem stærsta hagkerfi Afríku. Ég hef hinsvegar verið án rafmagns síðustu vikuna svo þetta skiptir mig litlu.“ Alþjóðleg hjálparsamtök hafa þrýst á ríki Afríku til að uppfæra hagtölur sínar oftar til þess að sjá hvar mest þörf sé á hjálp. Meira má lesa um málið á fréttvefjum BBC og ABC.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira