Handbolti

Bjarki Már skoraði átta mörk í sigri Eisenach

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már Elísson fagnaði nýjum samningi með átta mörkum í dag.
Bjarki Már Elísson fagnaði nýjum samningi með átta mörkum í dag. Heimasíða Eisenach
Fimm leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag.

Berlínarrefir Dags Sigurðssonar gerðu góða ferð til Emsdetten og höfðu sex marka sigur á heimamönnum, 22-28, eftir að hafa leitt með einu marki í hálfleik.

Rússinn Konstanin Igropulo var markahæstur gestanna með sjö mörk, en næstur kom Iker Romero með sex. Ernir Hrafn Arnarson skoraði fimm mörk fyrir Emsdetten og Oddur Gretarsson eitt, en Ólafur Bjarki Ragnarsson er frá vegna meiðsla.

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Eisenach höfðu betur gegn Göppingen á heimavelli, 25-23, en staðan var 14-12 í hálfleik, Eisenach í vil. Sigurinn breytti þó litlu fyrir Eisenach sem er fallið, líkt og lið Emsdetten.

Bjarki Már Elísson var markahæstur í liði Emsdetten með átta mörk, en hann skrifaði á dögunum undir nýjan samning við félagið.

Úrslit dagsins í þýska handboltanum:

N-Lübbecke 24-25 Lemgo

Melsungen 24-22 Balingen

Wetzlar 28-24 Magdeburg

Emsdetten 22-28 Füchse Berlin

Eisenach 25-23 Göppingen


Tengdar fréttir

Bjarki Már framlengdi við Eisenach

Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson verður áfram í herbúðum þýska félagsins Eisenach en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×