Handbolti

Flensburg í undanúrslitin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það var hart tekist á í leik Vardar Skopje og Flensburg í dag.
Það var hart tekist á í leik Vardar Skopje og Flensburg í dag. Vísir/Getty
Þýska liðið Flensburg er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu, þrátt fyrir 27-25 tap gegn Vardar Skopje í Makedóníu í dag. Flensburg vann fyrri leikinn á heimavelli 24-22 og komst áfram á fleiri skoruðum mörkum á útivelli. Ólafur Gústafsson komst ekki á blað hjá Flensburg.

Fyrr í dag tryggði ungverska liðið Veszprém sér þátttökurétt í undanúrslitunum eftir sigur á franska liðinu Paris SG.

Í kvöld mætast svo Barcelona og Rhein-Neckar Löwen í seinni leik liðanna í Palau Blaugrana í Barcelona. Ljónin leiða með sjö mörkum eftir fyrri leikinn.

Átta liða úrslitunum lýkur á morgun með seinni leik Kiel og Metalurg Skopje. Kiel vann fyrri leikinn 21-31 í Makedoníu.

Úrslitahelgin - eða Final Four eins og hún kallast á ensku - fer fram í Lanxess Arena í Köln helgina 31. maí-1. júní.




Tengdar fréttir

Veszprém sló Paris SG út

Franska liðið Paris SG tapaði í dag á útivelli fyrir ungverska liðinu Veszprém, 31-26, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×