Viðskipti erlent

Primark opnar í Bandaríkjunum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Primark verslanirnar eru Íslendingum vel kunnar úr verslunarferðum í Evrópu.
Primark verslanirnar eru Íslendingum vel kunnar úr verslunarferðum í Evrópu. Vísir/Nordicphotos/Getty
Fatarisinn Primark hyggst opna fyrstu verslun sína í Bandaríkjunum í lok árs 2015. Verslunin verður staðsett í Boston og mun spanna rúmlega 6.000 fermetra.

Viðræður eru í gangi um að opna fleiri verslanir á austurströnd Bandaríkjanna fyrir mitt ár 2016.

Primark rekur fleiri en 250 verslanir í Evrópu og hefur vaxið hratt síðasta ára tuginn.

Í frétt BBC segir að fyrirtækið hafi vaxið alþjóðlega frá árinu 2006 þegar fyrsta verslunin utan Bretlands var opnuð á Spáni. Síðan hafa slíkar verið settar á laggirnar í Hollandi, Portúgal, Þýskalandi, Belgíu, Austurríki og Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×