Handbolti

Væll eða réttmæt gagnrýni á dómara?

Raul Gonzalez Gutierrez, þjálfari RK Vardar frá Makedóníu.
Raul Gonzalez Gutierrez, þjálfari RK Vardar frá Makedóníu. Vísir/Getty
Forráðamenn handboltaliðsins RK Vardar frá Makedóníu eru allt annað en sáttir með dómgæsluna í mikilvægum leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar um síðustu helgi.

RK Vardar datt út úr keppni fyrir þýska liðinu SG Flensburg þrátt fyrir 27-25 sigur í seinni leiknum.  SG Flensburg vann fyrri leikinn 24-22 á heimavelli og fór því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Forráðamenn RK Vardar skelltu saman nokkrum umdeildum dómum í myndband þar sem þeir báru saman dóma sem voru dæmdir á þá en ekki á þýska liðið fyrir að þeirri mati sömu atvik. Hvort hægt sé að kalla þetta sömu atvik er síðan önnur saga.

Sergey Samsonenko, forseti RK Vardar, var í það mjög ósáttur en það má sjá frétt um málið með því að smella hér.

Nú er að sjá hvort menn séu sammála Makedóníumönnunum eða hvort að þeir séu bara svona tapsárir. Það er hægt að skoða myndbandið með því að smella hér fyrir neðan.








Tengdar fréttir

Flensburg í undanúrslitin

Þýska liðið Flensburg er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta, þrátt fyrir 27-25 tap gegn Vardar Skopje í Makedóníu í dag.

Kiel dróst gegn Veszprem

Í morgun var dregið í undanúrslit í Meistaradeildinni í handbolta. Þýsk lið gætu mæst í úrslitaleiknum.

Barcelona áfram á útivallarmörkum

Barcelona komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu i handbolta eftir sjö marka sigur, 31-24, á Rhein-Neckar Löwen í seinni leik liðanna í átta liða úrslitunum keppninnar í kvöld.

Veszprém sló Paris SG út

Franska liðið Paris SG tapaði í dag á útivelli fyrir ungverska liðinu Veszprém, 31-26, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×