Handbolti

Bjarki Már í liði umferðarinnar í þýsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson. Mynd/HSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Bjarki Már Elísson átti flottan leik með ThSV Eisenach í 30. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta og það fór ekki framhjá þeim sem velja lið umferðarinnar.

Bjarki var valinn sem besti vinstri hornamaðurinn í 30. umferðinni en hann skoraði átta mörk í mikilvægum sigri á Göppingen. Hann nýtti meðal annars öll fimm víti sín í leiknum.  Þetta kemur fram á heimasíðu þýsku deildarinnar en fréttina má sjá hér.

Eisenach varð að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á því að bjarga sér og á heimasíðu deildarinnar segir að Bjarki Már og félagar þurfi aðra eins frammistöðu í næsta leik á móti Minden.

Bjarki Már er á sínu fyrsta ári með Eisenach en hann lék áður með HK hér heima.

Kiel á tvo leikmenn í liðinu en tékkneska vinstri skyttan Filip Jicha og línumaðurinn Patrick Wiencek voru valdir í liðið.



Lið 30. umferðinnar í þýsku úrvalsdeildinni:

Markvörður: Nils Dresrüsse (Lemgo)

Vinstra horn: Bjarki Már Elísson (Eisenach)

Vinstri skytta: Filip Jicha (THW Kiel)

Leikstjórnandi: Andy Schmid (Rhein-Neckar Löwen)

Hægri skytta: Steffen Weinhold (Flensburg)

Hægra horn: Tobias Hahn (Wetzlar)

Línumaður: Patrick Wiencek (THW Kiel)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×