Handbolti

Mikill áhugi í Vínarborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Nú þegar hafa þrjú þúsund miðar selst á leik Austurríkis og Noregs í undankeppni HM í handbolta.

Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska karlalandsliðsins en sigurvegari rimmunnar kemst á HM í Katar á næsta ári.

Fyrri leikur liðanna fer fram í þann 7. júní en þann sama dag mætir kvennalið Austuríkis liði Danmerkur í undankeppni EM 2014. Leikirnir fara báðir fram í Vínarborg og er mikill áhugi fyrir leikjunum.

„Það eru helmingslíkur á að við komumst áfram,“ sagði Patrekur við fjölmiðla ytra.

„Noregur er með nýjan þjálfara [Christian Berge] sem mun hafa eitthvað nýtt fram að færa. Það eru heimsklassaleikmenn í liði Noregs og við þurfum að spila okkar allra besta handbolta til að komast áfram.“

Ísland mætir Bosníu í undankeppni HM í Katar en á sunnudag leika strákarnir okkar fyrsta æfingaleik sinn af þremur gegn Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×