Handbolti

Guðmundur og lærisveinar hans tóku öll einstaklingsverðlaunin

Guðmundur svekktur eftir að hafa misst af titlinum um helgina.
Guðmundur svekktur eftir að hafa misst af titlinum um helgina. vísir/getty
Þó svo Rhein-Neckar Löwen hafi misst naumlega af þýska meistaratitlinum um helgina þá tók félagið öll stærstu einstaklingsverðlaunin í deildinni.

Guðmundur Þórður Guðmundsson var valinn besti þjálfari deildarinnar en liðið hefur vaxið ótrúlega undir hans stjórn og spilaði frábæran handbolta í vetur.

Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem íslenskur þjálfai hlýtur þessa nafnbót. Dagur Sigurðsson var þjálfari ársins 2011 og Alfreð Gíslason ári síðar.

Andy Schmid var síðan valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur. Schmid hefur stýrt leik Löwen eins og herforingi og dregið það áfram.

Markvörður Löwen, Niklas Landin, var síðan valinn besti markvörður deildarinnar en hann átti frábært tímabil rétt eins og Schmid.

Það var aftur á móti stórskytta Kiel, Marko Vujin, sem varð markakóngur deildarinnar í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×