Viðskipti erlent

Kínversk bíó böðuð í tóbaksreyk

Finnur Thorlacius skrifar
Kínverskt bíóhús.
Kínverskt bíóhús.
Í Kína reykja 300 milljónir, fleiri en í nokkru öðru landi. Þar eru ekki mjög strangar reglur um hvar má reykja og hvar ekki. Erfitt er nú á tímum að ímynda sér að fara í bíó og það sést varla í myndina þar sem fjölmargir reykja í salnum.

Þetta er leyft í flestum bíóhúsum þar í landi í trássi við landslög, þó svo bíóhúsum hafa fjölgað þar sem reykingar eru bannaðar. Í fyrra voru reykingar leyfðar í 63% bíóhúsa en sambærileg tala árið 2007 var 86%.

Árið 2011 voru sett lög um bann við reykingum í bíóhúsum í Kína en erfiðlega gengur að fá bíóhúsaeigendur til að framfylgja lögunum, en margir þeirra eru hræddir við að missa viðskiptavini ef bann er sett á. 

Reykingar hafa mjög vaxið í Kína, ekki síst meðal ungs fólks og kvenfólks. Þrátt fyrir að reykingar séu víðast hvar á undanhaldi, meðal annars í Bandaríkjunum, hafa reykingar þar meðal fólks undir 25 ára aldri vaxið frá 1,9 milljón árið 2002 í 2,3 milljónir í fyrra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×