Golf

Ellefu ára stúlka tekur þátt í risamóti í golfi

Li er hér að pútta á Augusta-vellinum.
Li er hér að pútta á Augusta-vellinum. vísir/afp
Ellefu ára undrabarn, Lucy Li, skráði sig í sögubækurnar er hún tryggði sér þáttökurétt á US Open kvenna í golfi.

Hún verður yngsti þátttakandi mótsins frá upphafi í sumar og slær þar með met Lexi Thompson sem var 12 ára er hún komst á mótið árið 2007.

Beverly Klass var 10 ára er hún tók þátt í risamótinu árið 1967 en þá var engin undankeppni.

Li spilaði hringina tvo á úrtökumótinu á 68 og 74 höggum en völlurinn er par 72.

Þessi stúlka vakti mikla athygli fyrr á árinu er hún vann mót sem haldið er á hinum fræga Augusta-velli í aðdraganda Masters-mótsins.

vísir/afp
Li með verðlaunin sín á Augusta. Hún á eftir að vera áberandi á næstu árum í golfheiminum.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×