Handbolti

Þýskur úrslitaleikur í Köln

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Það verður hart tekist á hjá Kiel og Flensburg á morgun
Það verður hart tekist á hjá Kiel og Flensburg á morgun vísir/getty
Flensburg mætir Kiel í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir frækinn sigur á Barcelona eftir framlengdan leik og vítakastkeppni 41-39.

Leikurinn var gríðarlega hraður og skemmtilegur líkt og fyrri leikur dagsins þegar Kiel lagði Veszprém.

Jafnræði var með liðunum framan af og var Flensburg einu marki yfir í hálfleik 18-17.

Barcelona sýndi styrk sinn í upphafi seinni hálfleiks og náði fljótt frumkvæði í leiknum og virtist liðið ætla að sigla sigrlinum örugglega í höfn.

Flensburg gafst þó ekki upp og náði að minnka muninn í eitt mark þegar mínúta var eftir. Barcelona hafði ekki skorað í átta mínútur og tapaði boltanum þegar sjö sekúndur voru eftir. Það nægði Holger Glandorf til að æða upp völlinn og jafna metin í 31-31 þegar tvær sekúndur voru eftir. Því var framlengt.

Barcelona náði fljótt að jafna sig á áfallinu að missa leikinn niður í framlengingu og var tveimur mörkum yfir í hálfleik framlengingarinnar 35-33.

Eins og í venjulegum leiktíma gafst Flensburg ekki upp í framlengingunni og jafnaði metin 35-35.

Enn var jafnt þegar mínúta var eftir, 36-36, Barcelona fór í sókn. Barcelona spilaði upp á að eiga síðasta skotið sem liðið fékk en Nicola Karabatic náði ekki að skora og því því þurfti að útkljá leikinn í vítakastkeppni.

Flensburg skoraði úr öllum fimm vítum sínum en Mattias Andersson varði frá Nicola Karabatic og Flensburg mætir því Kiel í úrslitum.

Hampus Wanne skoraði úr síðasta vítin þar sem hann setti boltann yfir höfuð Arpad Sterbik. Ótrúlega vel gert hjá ungum leikmanni.

Glandorf og Steffen Weinhold skoruðu átta mörk hvor fyrir Flensburg og Anders Eggert og Thomas Mogensen 6.

Hjá Barcelona skoruðu Victor Tomas, Karabatic og Kriil Lazarov 6 mörk hver. Jesper Nöddesbo og Garcia Lorenzana skoruðu 5 mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×