Handbolti

Barcelona tók bronsið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
vísir/getty
Barcelona tryggði sér bronsið í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag þegar liðið lagði ungversku meistarana í Veszprém 26-25 í Köln.

Leikurinn bar þess merki að bæði lið vildu frekar eiga leik á eftir, þegar úrslitaleikurinn fer fram.

Siarhei Rutenka hélt Barcelona inni í leiknum í fyrri hálfleik og skoraði sex af níu mörkum liðsins en Veszprém var einu marki yfir í hálfleik 10-9.

Ungverska liðið virkaði örlítið hungraðara í bronsið en er leið á seinni hálfleikinn jókst baráttan í leiknum til muna þó á köflum virkaði eins og pirringur réði ríkjum frekar en löngun í að vinna leikinn.

Rutenka hélt áfram að draga vagninn fyrir Barcelona en hann skoraði alls 11 mörk í leiknum. Daniel Sarmiento steig upp í seinni hálfleik og skoraði 6 mörk.

Hjá Veszprém var var Momir Ilic atkvæðamestur með 7 mörk og Laszlo Nagy 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×