Handbolti

Vranjes elti ekki peningana til Parísar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ljubomir Vranjes ákvað halda áfram starfi sínu sem þjálfari Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Vranjes stóð til boða að taka við franska liðinu PSG sem er í eigu fjársterkra aðila frá Katar.

„Ég hef alltaf sagt að Flensburg sé ekki bara vinna fyrir mér heldur elska ég félagið. Þetta er stór fjölskylda sem hefur gefið mér svo mikið,“ sagði hann.

„Ég vil gefa það sama aftur til félagsins. Auðvitað skoðar maður málin þegar stór félög eins og PSG, Barcelona og Kiel gera manni tilboð en ég starfa og lifi fyrir Flensburg.“

Vranjes tókst nýverið hið ómögulega og vann Meistaradeild Evrópu með liði Flensburg. Ólafur Gústafsson var á mála hjá liðinu en heldur til Álaborgar í Danmörku í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×