Handbolti

Helmingslíkur á að Aron spili

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, segir helmnigslíkur á því að Aron Pálmarsson muni spila síðari leikinn gegn Bosníu í umspilsrimmu liðanna fyrir HM 2015.

Aron, sem nýverið var kjörinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Meistaradeild Evrópu, missti af fyrri leiknum vegna meiðsla í hné og ökkla. Bosnía vann leikinn með eins marks mun.

„Aron er í meðferð og við erum að reyna að gera hann kláran. Það eru 50 prósent líkur á að hann spili,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

Í viðtalinu við Valtý Björn Valtýsson hér fyrir ofan fer Aron yfir fyrri leikinn og hvaða áhrif rúmenskir dómarar höfðu á leikinn og möguleika íslenska liðsins.


Tengdar fréttir

Aron: Leystum þetta lengst af vel

"Við lentum aðeins undir í byrjun fyrri hálfleiks, en komum til baka og vorum yfir í hálfleik. Við vorum með góða stjórn á leiknum," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Vísi eftir eins marks tap Íslands, 33-32, fyrir Bosníu í Sarajevó í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×