Handbolti

Heimir Óli samdi við Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson er kominn aftur á heimaslóðir í Hafnarfirði eftir tveggja ára dvöl í Svíþjóð. Hann gerði tveggja ára samning við Hauka.

Heimir Óli hefur leikið með Guif og varð deildarmeistari með liðinu í vetur. Liðið féll þó úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Hann var nýverið valinn í æfingahóp íslenska landsliðsins og lék með liðinu gegn Portúgal fyrr í þessum mánuði.

Áður hefur verið greint frá því að Atli Ævar Ingólfsson muni leysa Heimi Óla af hólmi í herbúðum sænska félagsins.


Tengdar fréttir

Guif úr leik

Kristjáni Andréssyni og lærisveinum hans í Guif frá Eskilstuna tókst ekki að komast í úrslitaleikinn um sænska meistaratitilinn í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap liðsins fyrir Alingsås á útivelli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×