Viðskipti erlent

Biðst afsökunar á „pop up“ auglýsingum

Samúel Karl Ólason skrifar
Nú á dögum eru flestir vafrar með innbyggða vörn gegn „pop up“ auglýsingum.
Nú á dögum eru flestir vafrar með innbyggða vörn gegn „pop up“ auglýsingum. Vísir/Getty
Maðurinn sem bjó til fyrstu svokölluðu „pop up“ auglýsinguna hefur beðist afsökunar. Ethan Zuckerman segir þetta í pistli sem hann skrifaði TheAtlantic.com undir heitinu Erfðasynd internetsins.

Ethan hefur unnið við internetið í um tuttugu ár, en árin 1994 til 99 vann hann hjá Tripod.com við þróun heimasíðu. Á þeim fimm árum segir Ethan að hann og samstarfsmenn sínir hafi reynt hvert viðskiptamódelið á fætur öðru. Ekkert hafi gengið upp.

Að lokum hafi það verið auglýsingar sem skiluðu hagnaði. Með því að greina notkun fólks á internetinu og sniða auglýsingar að þeim.

Í því ferli bjuggu þeir þeir til „pop up“ auglýsingar.

Þegar forsvarsmenn stórs bílaframleiðenda komust að því að þeir höfðu keypt auglýsingu á klámsíðu skrifaði Ethan fyrsta kóðann að „pop up“ auglýsingu svo auglýsingin væri ekki beintengd klámsíðunni.

„Ég biðst afsökunar. Fyriráætlanir okkar voru góðar,“ segir Ethan Zuckerman.

Skömmu seinna byrjuðu slíkar auglýsingar að birtast víða á internetinu og fóru í taugarnar á öllum sem urðu á vegi þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×