Viðskipti erlent

Myndum af bakhlið iPhone 6 mögulega lekið á netið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Maður sem ber nafnið Sunny Dickson birti í morgun myndir á Twitter sem hann segir vera af bakhlið nýja iPhone 6 símans. Hann hefur áður reynst sannspár um upplýsingar af nýjum vörum Apple og segir þetta vera raunverulegar myndir.

Þó sést á myndunum að bakhliðin er nokkuð skemmd.

Á vefnum CNet segir að gífurlegur fjöldi orðróma hafi fylgt iPhone sex um langt tímabil, en samkvæmt sögusögnum mun Apple gefa út eina 4,7 tommu útgáfu og 5,5 tommu. Nýjasti orðrómurinn segir til um að Apple muni mögulega kynna símanna á kynningarfundi í september.

Mikil leynd hvílir yfir nýjum vörum Apple og sjaldan gefa þeir upplýsingar um tækin fyrr en á stórum kynningarfundum. Þeir hafa aldrei sagt til um hvort myndir séu falsaðar eða ekki og vildu ekki svara CNet varðandi þessar myndir.

Því getur alltaf verið að þær séu ekki af bakhlið nýja símans.

Myndirnar má sjá hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×