Viðskipti erlent

Arla segir upp 79 vegna viðskiptabanns Rússa

Atli Ísleifsson skrifar
Arla hefur flutt talsvert inn af osti og smjöri til Rússlands.
Arla hefur flutt talsvert inn af osti og smjöri til Rússlands. Vísir/AFP
Norræni mjólkurvörurisinn Arla hefur sagt 79 manns upp störfum í Danmörku vegna ákvörðunar Rússlandsstjórnar að banna innflutning á matvælum frá aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Í frétt Jyllands-Posten segir að stöðurnar sem um ræði séu í fimm mjólkurbúum, í Troldhede, Vium, Høgelund, Bislev og Holstebro, en Arla hefur flutt talsvert inn af osti og smjöri til Rússlands.

Dmitri Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, tilkynnti í síðustu viku að innflutningur á ávöxtum, grænmeti, fiski, kjöti og mjólkurvörum frá Bandaríkjunum, aðildarríkjum ESB, Ástralíu, Kanada og Noregi hafi verið bannaður. Var þetta svar við viðskiptaþvingunum Vesturlanda á hendur Rússum vegna deilunnar í Úkraínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×