Körfubolti

Spánn áfram og mætir Frakklandi á ný

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánverjar ánægðir.
Spánverjar ánægðir. Vísir/AFP
Spánn vann Senegal nokkuð örugglega í fjórða leik dagsins á heimsmeistaramótinu á Spáni. Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum keppninnar.

Spánn vann alla leikhlutana í kvöld, en þeir leiddu meðal annars með þrettán stiga mun. Eftirleikurinn varð svo auðveldur og lokatölur 89-56, heimamönnum í Spáni í vil.

Paul Gasol, öflugasti leikmaður Spánverja, var stigahæstur með sautján stig, en bróðir hans Marc Gasol átti einnig góðan leik; skoraði níu stig, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Mouhammad Faye skoraði tólf stig fyrir Senegal og Abdou Badji sömuleiðis.

Spánn mætir því Frakklandi í 8-liða úrslitunum, en liðin mættust einnig í riðlakeppni mótsins þar sem Spánverjar höfðu betur, 88-64.

Seinni fjórir leikirirnir í 16-liða úrslitunum fara fram á morgun og mun Vísir gera þeim góð skil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×