Handbolti

Alexander fór á kostum í metleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander í leik með Löwen.
Alexander í leik með Löwen. Vísir/Getty
Rhein-Neckar Löwen vann HSV í stórleik dagsins í þýska handboltanum, en áhorfendamet var slegið á leiknum.

Heimamenn í Löwen leiddu frá fyrstu mínútu og staðan í hálfleik var 17-8 heimamönnum í vil. Í síðari hálfleik bitu gestirnir þó aðeins frá sér.

Lokatölur urðu 28-26 sigur Löven, en Alexander Petersson lék á alls oddi fyrir Löven. Hann skoraði átta mörk og var markahæsti maður vallarins. Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Kentin Mahé, Hans Lindberg og Richard Hansisch voru markahæstir hjá gestunum, en þeir skoruðu fimm mörk hver. 

Alls voru 44189 á vellinum í kvöld, en það er heimsmet. Metið var þegar AG Köbenhavn og Bjerringbro/Silkeborg mættust 2011 en þá mættu 36 þúsund manns.

Þetta var fjórði sigurinn hjá Rhein-Neckar Löwen í jafnmörgum leikjum, en HSV er með tvö stig eftir fyrstu fjóru leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×