Handbolti

Mortensen líklega á förum frá Bjerringbro-Silkeborg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mortensen reynir skot í leik gegn Austurríki á EM í janúar.
Mortensen reynir skot í leik gegn Austurríki á EM í janúar. Vísir/AFP
Samkvæmt frétt TV 2 mun danski handboltamaðurinn Casper U. Mortensen færa sig um set frá Bjerringbro-Silkeborg til Sønderjyske.

Mortensen, sem kom til Bjerringbro frá Viborg fyrir tímabilið 2012-13, hefur ekki spilað mikið upp á síðkastið, en Peter Bredsdorff-Larsen, nýr þjálfari Bjerringbro, hefur frekar kosið að nota Stefan Hundstrup í vinstra horninu.

Mortensen, sem var í silfurliði Dana á EM 2014, ætlar því að færa sig um set til Sønderjyske í von um meiri spilatíma, en Andreas Toudahl, vinstri hornamaður liðsins, verður frá vegna meiðsla í einhvern tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×