Körfubolti

Spánverjar og Bandaríkjamenn áfram á sigurbraut

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn spænska landsliðsins þakka áhorfendum eftir leik liðsins gegn Frakklandi.
Leikmenn spænska landsliðsins þakka áhorfendum eftir leik liðsins gegn Frakklandi. Vísir/AFP
Spánverjar og Bandaríkjamenn eru enn taplausir á Heimsmeistaramótinu í körfubolta sem fer fram á Spáni þessa dagana.

Bandaríkin unnu í kvöld öruggan sigur á Dóminíska Lýðveldinu 106-71 og eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Kenneth Faried, leikmaður Denver Nuggets, fór fyrir liðinu með sextán stig.

Franska liðið átti litla möguleika gegn Spánverjum án síns besta leikmanns en Tony Parker er ekki með franska liðinu í sumar.

Gasol bræðurnir, Pau og Marc voru stigahæstir í spænska liðinu með 17 og 16 stig ásamt því að taka samanlagt 11 fráköst en leiknum lauk með 88-64 sigri heimamanna.

Lokaleikir riðlakeppninnar fara fram á morgun áður en 16-liða úrslitin hefjast á laugardaginn.

Úrslit dagsins:

Mexíkó 62-70 Ástralía

Filippseyjar 73-77 Púertó Ríkó

Nýja Sjáland 73-61 Úkraína

Egyptaland 73-88 Íran

Slóvenía 93-87 Angóla

Senegal 46-81 Argentína

Tyrkland 77-73 Finnland

Serbía 73-81 Brasilía

Litháen 79-49 Suður-Kórea

Grikkland 76-65 Króatía

Dóminíska Lýðveldið 71-106 Bandaríkin

Spánn 88-64 Frakkland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×