Körfubolti

Serbar og Frakkar fengu síðustu farseðlana í undanúrslit

Pau Gasol á ferðinni í leiknum í kvöld.
Pau Gasol á ferðinni í leiknum í kvöld. vísir/getty
Serbar og Frakkar tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitum á HM í körfubolta. Það liggur því fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitunum.

Serbar byrjuðu daginn á því að skella Brasilíu, 84-56. Síðari hálfleikur var eign Serbana en aðeins munaði fimm stigum á liðunum í hálfleik.

Milos Teodosic skoraði 23 stig fyrir Serba en Anderson Varejao skoraði 12 stig fyrir Brassana.

Leikur Frakka og Spánverja í kvöld var æsispennandi en Frakkar keyrðu fram úr Spánverjunum í lokin og lönduðu sætum 65-52 sigri. Boris Diaw stigahæstur hjá Frökkunum með 15 stig en Pau Gasol skoraði 17 fyrir Spánverja.

Serbar mæta Frökkum í undanúrslitum en í hinni rimmunni eigast við Bandaríkin og Litháen.

Bandaríkin og Litháen spila á fimmtudag en síðari undanúrslitaleikurinn er á föstudag. Úrslitaleikurinn verður svo spilaður á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×