Viðskipti erlent

Auglýsing GE vekur misjöfn viðbrögð

Samúel Karl Ólason skrifar
Terry Quattro er með píanó við heita pottinn sinn.
Terry Quattro er með píanó við heita pottinn sinn. Mynd/Skjáskot
Leikarinn Jeff Goldblum lék veigamikið hlutverk í nýrri auglýsingu GE (General electric) á nýrri tegund ljósapera. Ljósaperurnar eru nettengdar og hægt er að stilla birtustig þeirra með snjalltækjum eins og símum.

Í auglýsingunni leikur Goldblum hina ýktu stjörnu Terry Quattro, sem fer mikinn um að góð lýsing sé lykilatriði í frægð sinni.

GE hefur á síðust árum birt þó nokkrar sniðugar auglýsingar. Ekki eru þó allir sammála um að um góða markaðssetningu sér að ræða og hefur auglýsingin vakið misjöfn viðbrögð. Þó flestum þyki hún fyndin eru markaðsfræðingar ekki vissir um að hún nýtist vel til kynningar vörunnar.

Dæmi hver fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×