Handbolti

Andersson og Karlsson reyndust löndum sínum erfiðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kim Andersson skoraði sex mörk fyrir Kolding í kvöld.
Kim Andersson skoraði sex mörk fyrir Kolding í kvöld. Vísir/Daníel
Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í danska handboltaliðinu KIF Kolding Kobenhavn gerðu góða ferð til Svíþjóðar í kvöld og unnu fjögurra marka sigur, 19-23, á Alingsas HK í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Staðan í hálfleik var 13-15, Kolding í vil, en Svíarnir skoruðu aðeins sex mörk í seinni hálfleik.

Kim Andersson og Lukas Karlsson reyndust löndum sínum erfiðir, en þeir voru markahæstir í liði Kolding með sex og fimm mörk. Claar Felix skoraði fimm mörk fyrir Alingsas.

Kolding er í toppsæti riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, en Aron og félagar unnu t.a.m. eftirminnilegan sigur á Evrópumeisturum Flensburg í fyrstu umferð riðlakeppninnar.


Tengdar fréttir

Aron og Kolding sóttu sigur til Tyrklands

Danska liðið Kolding sem Aron Kristjánsson þjálfar lagði Besiktas frá Tyrklandi 33-24 í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×