Viðskipti erlent

Mögulegt að millifæra með Facebook Messenger

Samúel Karl Ólason skrifar
David Marcus, nýr stjórnandi Facebook Messenger, var áður framkvæmdastjóri PayPal í Evrópu.
David Marcus, nýr stjórnandi Facebook Messenger, var áður framkvæmdastjóri PayPal í Evrópu. Vísir/AFP
Facebook getur boðið notendum Messenger appsins að millifæra á fólk í gegnum appið. Samkvæmt skjáskotum sem tölvunarfræðinemendur við Stanford tóku, þegar þeir könnuðu kóða appsins, er kerfið til staðar. Einungis þarf að opna á möguleikann.

Facebook réð David Marcus í júní, sem nú er yfir Facebook Messenger, en hann vann áður hjá PayPal.

Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóri Facebook, gaf í skyn fyrr á árinu að þróun appsins færi þessa leið, en fyrirtækið hefur þó ekki viljað tjá sig við blaðamann TechCrunch í dag.

Fyrstur til að uppgötva kóðann var Jonathan Zdziarski sem fann hann í síðasta mánuði. Nemendur Stanford grófu því dýpra og náðu að kveikja á greiðslumöguleikanum.

Loading

Facebook Messenger Payments feature demoed by @andyplace2 for TechCrunch

View on Instagram






Fleiri fréttir

Sjá meira


×