Handbolti

Barcelona lagði Wisla Plock

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
mynd/barcelona
Spænska stórliðið Barcelona lagði pólska liðið Wisla Plock 30-25 í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag á heimavelli.

Barcelona var með forystuna allan leikinn en Plock var aldrei langt undan. Aðeins marki munaði á liðunum í hálfleik 13-12.

Barcelona var með þriggja til fjögurra marka forystu lengst af seinni hálfleiks en náði aldrei að hrista pólska liðið af sér. Sigurinn var þó aldrei í raunverulegri hættu.

Bæði lið unnu leiki sína í fyrstu umferð riðlakeppninnar og er Barcelona því með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Guðjón Valur Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Barcelona en fékk úr litlu að moða í leiknum.

Kiril Lazarov var markahæstur hjá Barcelona með 9 mörk. Nikola Karabatic skoraði 7 og Jesper Nöddesbo 4. Nemanja Zelenovic og Tiago Rocha skoruðu 5 mörk hvor fyrir Plock.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×