Körfubolti

Haukur Helgi hundrað prósent í þristum í sigri LF Basket

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Haukur Helgi Pálsson spilar nú undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara.
Haukur Helgi Pálsson spilar nú undir stjórn Peters Öqvist, fyrrverandi landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm
Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í LF Basket unnu stórsigur á Jämtland Basket, 97-71, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Haukur Helgi spilaði mjög vel, en hann skoraði 18 stig og gaf 5 stoðsendingar. Hann reyndi fjögur þriggja stiga skot og sökkti þeim öllum ofan í.

Íslendingarnir voru einnig öflugir í sigri Sundsvall Dragons á útivelli gegn eco Örebro, en Drekarnir unnu öruggan sigur, 79-65.

Jakob Örn Sigurðarson var einu sinni sem oftar stigahæstur í liðinu með 25 stig, en Hlynur Bæringsson skoraði 14 stig og tók 6 fráköst.

Ragnar Nathanaelsson skilaði 4 stigum og 4 fráköstum á tæpum þrettán mínútum og ÆgirÞór Steinarsson skoraði sex stig og gaf sex stoðsendingar.

LF Basket er búið að vinna þrjá leiki af fjórum og er með sex stig í deildinni, en þetta var annar sigur Drekanna sem eru með fjögur stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×