Körfubolti

Öruggt hjá Drekunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hlynur í leik með Sundsvall Dragons.
Hlynur í leik með Sundsvall Dragons. Vísir/Valli
Sundsvall Dragons vann í kvöld öruggan sigur á Umeå, 89-81, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Drekarnir voru með níu stiga forystu að loknum fyrri hálfleik, 46-37, en gerðu út um hann með frábærum þriðja leikhluta sem vanns 27-10. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lokin en sigurinn var aldrei í hættu.

Fjórir Íslendingar eru á mála hjá Sundsvall og komust þeir allir á blað í kvöld. Jakob Sigurðarson skoraði sextán stig og var stigahæstur en Ægir Þór Steinarsson skoraði tíu. Hlynur Bæringsson skoraði sex stig og tók níu fráköst.

Ragnar Nathanaelsson spilaði í rúmar níu mínútur í leiknum og nýtti þær vel. Hann skoraði fjögur stig og tók sjö fráköst, auk þess að gefa eina stoðsendingu.

Sundsvall er í sjötta sæti deildarinnar með sex stig en Umeå er í næstneðsta sætinu með tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×