Viðskipti erlent

Google breytir leitarvél í baráttu við „sjóræningja“

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Tæknirisinn Google undirbýr nú breytingar á leitarvél sinni, sem snúa að að þekktustu „sjóræningjasíðunum“, þar sem höfundarréttarvarið efni er í dreifingu. Eftir breytingarnar munu þær birtast neðar í niðurstöðum, þegar fólk leitar að tónlist, kvikmyndum og fleira.

Á vef Guardian segir að fyrirtækið hafi lofað að álíka breytingum árið 2012. Eigendur höfundarréttarvarins efnis hafa sagt að Google hafi ekki staðið við það loforð. Að þessu sinni segja forsvarsmenn Google að breytingarnar verði vel sýnilegar.

Á heimasíðu Google má sjá skýrslu fyrirtækisins um hvernig það ætlar að berjast gegn dreifingu höfundarréttarvarins efnis.

Enn sem komið er munu breytingarnar einungis hafa áhrif í Bandaríkjunum. Katherine Oyama frá Google segir þó í tilkynningu sem birt var á föstudaginn að til standi að gera breytingarnar á heimsvísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×