Viðskipti erlent

Foreldrar skemma Facebook fyrir unglingum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Instagram er stærsti samfélagsmiðillinn sem unglingar í Bandaríkjunum nota samkvæmt könnun sem framkvæmda var ytra um mánaðarmótin ágúst-september. Einungis 45 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust vera virk á Facebook. Það er mikil lækkun, en í apríl sögðust 72 prósent vera virk á Facebook.

Twitter er næst stærsti samfélagsmiðillinn og segjast 59 prósent vera virkir notendur Twitter.

Á vef Forbes segir að unglingar forðist nú Facebook því þau hræðist vinabeiðnir frá X kynslóðinni. Þau vilji eiga í samskiptum við vini sína án þess að vera dæmd af foreldrum og öðrum eldri notendum. Því dragast unglingar nú að Instagram, Twitter, Tumblr, og Snapchat.

Facebook keypti Instagram fyrir tveimur árum fyrir einn milljarða dala, eða um 120 milljarða króna.

Hér má sjá helstu niðurstöður könnunarinnar, sem snýr að neyslu unglinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×