Handbolti

Saint Raphael og Paris SG úr leik í frönsku bikarkeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór skoraði þrjú mörk í dag. Þau dugðu þó ekki til sigurs á Toulouse.
Arnór skoraði þrjú mörk í dag. Þau dugðu þó ekki til sigurs á Toulouse. Vísir/Vihelm
Arnór Atlason skoraði þrjú mörk þegar Saint Raphael tapaði með eins marks mun, 26-25, gegn Toulouse í átta-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handbolta í dag. Staðan var jöfn í hálfleik, 14-14.

Jérome Fernandez, Miha Zvizej og Valentin Porte voru markahæstir í liði Toulouse með sex mörk hver, en Cyril Dumoulin var frábær í marki liðsins og varði 19 skot. Danski landsliðsmaðurinn Morten Olsen skoraði mest fyrir Saint-Raphael eða átta mörk.

Bikarmeistarar Paris SG eru úr leik, en þeir töpuðu fyrir Nantes á heimavelli með einu marki, 24-25.

Wilson Davyes var markahæstur í liði Nantes með átta mörk, en hjá PSG var Fahrudin Melic atkvæðamestur með sjö mörk. Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir PSG.

Montpellier, sem situr á toppi frönsku deildarinnar, tapaði með þriggja marka mun, 28-31, fyrir Dunkerque.

Pierre Soudry var góður í liði Dunkerque og skoraði níu mörk, en Argentínumaðurinn Diego Simonet og Slóveninn Dragan Gajic voru markahæstir hjá Montpellier með sex mörk hvor.

Í gær vann Cesson-Rennes Créteil með 28 mörkum gegn 26.

Það eru því Toulouse, Nantes, Dunkerque og Cesson-Rennes sem eru komin í undanúrslitin.


Tengdar fréttir

Snorri Steinn valinn í Stjörnuleikinn

Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins í handbolta og leikmaður franska liðsins Sélestat, var valinn í Stjörnuleikinn í franska handboltanum en leikurinn fer fram fjórum dögum fyrir jól.

Arnór hafði betur gegn Snorra

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í Sélestat fengu á baukinn gegn liði Arnórs Atlasonar, St. Raphael, í kvöld.

Arnór Atla og Snorri Steinn mætast í kvöld

Það stutt á milli leikja hjá íslensku landsliðsmönnunum Snorra Stein Guðjónssyni og Arnóri Atlasyni sem voru með íslenska landsliðinu í Svartfjallalandi á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×