Handbolti

Íslendingarnir rólegir í tapi Guif

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Atli Ævar skoraði eitt mark í dag.
Atli Ævar skoraði eitt mark í dag. Mynd/Guif
H 43 Lund vann Eskilstuna Guif í miklum markaleik á heimavelli í sænska handboltanum í dag. Lokatölur urðu 35-33, Lund í vil.

Leikurinn var jafn framan af, en í stöðunni 6-7 fyrir Guif tóku heimamenn við sér, skoruðu sex mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 12-7. Þá var komið að Guif sem skoraði átta mörk gegn einu og komst tveimur mörkum yfir, 13-15. Lund skoraði svo lokamark fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi því 14-15.

Í seinni hálfleik var enn minna um varnir en leikurinn var hörkuspennandi. Aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum, en svo fór að lokum að Lund hafði betur, 35-33.

Íslensku leikmennirnir í herbúðum Guif höfðu hægt um sig í dag. Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson skoraði eitt mark úr fjórum skotum og Aron Rafn Eðvarðsson varði aðeins eitt skot í markinu.

Kristján Andrésson er þjálfari Guif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×