Handbolti

Arnór hafði betur gegn Snorra

Arnór Atlason.
Arnór Atlason. vísir/vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í Sélestat fengu á baukinn gegn liði Arnórs Atlasonar, St. Raphael, í kvöld.

Lokatölur 31-22 þar sem St. Raphael hafði yfirburði frá upphafi. Arnór skoraði þrjú mörk í fimm skotum en Snorri Steinn skoraði tvö mörk í átta skotum. Snorri var reyndar meiddur enn harkaði af sér og spilaði.

St. Raphael komst upp í þriðja sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en Sélestat er í ellefta sæti.

Ásgeir Örn Hallgrímsson tryggði Nimes eitt stig á heimavelli gegn Toulouse. Hann skoraði jöfnunarmark liðsins í 33-33 jafntefli.

Mark Ásgeirs Arnar kom 79 sekúndum fyrir leikslok. Bæði lið fengu færi til þess að skora sigurmark en nýttu ekki sóknirnar.

Ásgeir skoraði þrjú mörk úr sex skotum fyrir Nimes sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×