Handbolti

Kiel komið á toppinn

Alfreð má alveg brosa eftir leik kvöldsins.
Alfreð má alveg brosa eftir leik kvöldsins. vísir/getty
Lið Alfreðs Gíslasonar, Kiel, vann stórsigur á liði Geir Sveinssonar, Magdeburg. Kiel komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar með 34-22 sigri.

Aron Pálmarsson gat ekki leikið með Kiel vegna meiðsla. Niclas Ekberg markahæstur hjá Kiel með átta mörk. Magdeburg er í sjötta sæti deildarinnar.

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Gummersbach máttu sætta sig við tap, 27-31, á heimavelli gegn Göppingen. Gunnar Steinn skoraði tvö mörk í leiknum en hans lið er í níunda sæti.

Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, sótti sigur til Lübbecke, 26-35. Sterk stig fyrir refina sem eru í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×