Viðskipti erlent

Taylor Swift tók tónlist sína út af Spotify

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Í síðustu viku ákvað Taylor Swift að nýja platan hennar 1989 færi ekki inn á Spotify. Núna hefur hún tekið alla tónlist sína út úr streymisþjónustunni. Tónlistarmenn hagnast ekki jafn mikið á því að selja tónlist sína hjá dreifiþjónustum og að selja geisladiska.

Spotify tilkynnti þetta í bloggfærslu í gær.

Business Insider segir frá því að Scott Borchetta, eigandi Big Machine útgáfufyrirtækisins, reyni nú að selja fyrirtækið. Því hafi hann ákveðið að taka tónlistina út, til að hækka verðið á Big Machine.

Heimildarmenn Business Insider telja þetta þó vera ranga ákvörðun. „Notendahópur Spotify er á aldrinum 18 til 24 ára. Þeir hafa aldrei séð geisladisk áður.

Spotify greiðir 70 prósent af tekjum sínum til listamanna og segja þá upphæð verða um einn milljarð dala á þessu ári. Sem samsvarar rúmum 122 milljörðum króna. Listamönnum þykir hlutur þeirra þó ekki nægilega stór.

Taylor Swift skrifaði pistil í Wall Street Journal fyrr á þessu ári þar sem hún kvartaði yfir ólöglegu niðurhali á tónlist.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×