OPEC ríkin bregðast ekki við verðfalli olíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2014 16:07 Tólf ríki eru í OPEC og selja þau um þriðjung olíu í heiminum. Vísir/AFP Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Verð hráolíu féll niður í 74,9 dali á tunnu, eftir að OPEC ríkin tilkynntu að ekki yrði dregið úr framleiðslu olíu. Verðið hefur fallið gífurlega á undanförnum mánuðum, en það var í kringum 115 dali í júní. OPEC ríkin munu áfram framleiða um 30 milljónir tunna á dag. Framboð á olíu er nú töluvert meira en eftirspurn. Flestir bjuggust við þessari ákvörðun á fundi OPEC í Vín í Austurríki, þar sem Sádi-Arabía hafði gefið í skyn fyrir fundinn að þar á bæ vildu menn óbreytt ástand. Sádi-Arabía er stærsti olíuframleiðandinn í þessu tólf ríkja bandalagi og ræður stefnunni að miklu leyti. OPEC ríkin selja um þriðjung olíu á heimsvísu. Greinendur sem AP fréttaveitan hefur rætt við segja að með þessu vonist Sádi-Arabía til þess að verðlækkun muni gera olíuframleiðendum í Bandaríkjunum erfiðara um vik. Olíuframleiðsla þar hefur aukist gífurlega á undanförnum. Sú olíuframleiðsla snýr að mestu leyti að svokölluðu bergbroti (Fracking) sem gengur út á að dæla vökva niður í jörðina til að ýta olíu og gasi upp að yfirborðinu. Hún er kostnaðarsamari en hefðbundin olíuframleiðsla. OPEC ríkin vilja með ákvörðun sinni að olíuverð lækki áfram svo erfiðara verði fyrir bergbrotframleiðendur að starfa áfram. Sérfræðingar segja að fari verðið undir 60 dali verði bergbrot of kostnaðarsamt til að það borgi sig. Gangi áætlun Sádi-Arabíu upp, þýðir það hagnað neytenda til skamms tíma, en hagnað OPEC til lengri tíma.Með bergbroti er olíuframleiðsla í Bandaríkjunum orðin sjálfbær.Vísir/GraphicNews
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira