Handbolti

Ólafur og félagar fyrstir til að vinna lærisveina Arons

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Kristjánsson er ekki lengur taplaus.
Aron Kristjánsson er ekki lengur taplaus. vísir/daníel
Meistarar KIF Kolding Köbenhavn töpuðu sínum fyrsta leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessari leiktíð í kvöld.

Það voru Ólafur Gústafsson og félagar hans í Álaborg sem lögðu meistarana að velli, 30-24. Álaborgarliðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 19-14.

Þar með er KIF búið að tapa bæði í Meistaradeildinni og í dönsku úrvalsdeildinni, en liðið var taplaust í báðum keppnum þar til í síðustu viku.

Ólafur Gústafsson stóð vaktina í vörn Álaborgar en tók ekki skot á markið í kvöld. Martin Larsen var markahæstur hjá heimamönnum með tíu mörk.

Meistararnir eru engu að síður efstir í deildinni með 27 stig eftir fimmtán umferðir, en með sigrinum jafnaði Álaborg lið Skjern að stigum. Bæði eru með 21 stig í 2.-3. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×