Handbolti

Füchse Berlin staðfestir ráðningu Erlings

Erlingur á hliðarlínunni hjá HK fyrir tveim árum síðan.
Erlingur á hliðarlínunni hjá HK fyrir tveim árum síðan. vísir/daníel
Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í dag að Erlingur Richardsson taki við liðinu næsta sumar.

Íþróttadeild 365 greindi frá þessu á dögunum og fréttin hefur nú verið staðfest. Erlingur tekur við liðinu af Degi Sigurðssyni sem mun einbeita sér að þjálfun þýska landsliðsins.

„Við tókum okkur góðan tíma í þetta mál og reyndum að finna mann sem hentar þessu liðið og félagi. Við teljum að Erlingur sé rétti maðurinn fyrir liðið," sagði Bob Hanning, stjórnarformaður Berlin.

„Við höfum fulla trú á því að hann geti byggt ofan á það starf sem Dagur hefur unnið fyrir okkur. Það er gott að vera búinn að klára þetta mál."

Erlingur er eðlilega himinlifandi að hafa fengið starfið en hann kemur til félagsins frá austurríska félaginu Westwien.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig. Að fá að stýra eina stærsta félagi Evrópu. Starfið hentar mér vel enda finn ég mig vel í að vinna með og móta unga leikmenn," sagði Erlingur við heimasíðu Berlin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×