Handbolti

Kolding stigi á eftir Barcelona

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron heldur áfram að fagna sigrum
Aron heldur áfram að fagna sigrum vísir/daníel
Danska liðið Kolding sem Aron Kristjánsson þjálfar lagði tyrkneska liðið Besiktas Mogaz 34-31 á heimavelli í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Kolding var 19-16 yfir í hálfleik en leikurinn var jafn og spennandi frá byrjun til enda þó Kolding hafi verið með frumkvæðið í leiknum.

Kolding hafði fyrir leikinn tryggt sæti sitt í 16 liða úrslitum keppninnar en liðið er með 12 stig í 8 leikjum, stigi á eftir Barcelona og tveimur stigum á undan stórliði Flensburg. Mogaz er í næst neðsta sæti riðilsins með 2 stig er á ekki möguleika á að komast áfram þegar tvær umferðir eru eftir.

Bo Spellerberg fór á kostum í leiknum og skoraði 12 mörk fyrir danska liðið. Svíinn Kim Anderson skoraði 7 mörk.

Ivan Nincevic skoraði 7 mörk fyrir Mogaz og Ramazan Döne 6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×